Sérþekking á sviði útlendingamála
Hekla Legal hefur sérþekkingu á sviði útlendingamála og veitir bæði fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf varðandi réttarstöðu erlendra ríkisborgara þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum. Við aðstoðum innflytjendur við að sækja um vegabréfsáritanir, dvalar- og atvinnuleyfi sem og ríkisborgararétt og sjáum meðal annars um samskipti við stjórnvöld fyrir hönd umbjóðenda okkar.
Einnig hefur Hekla Legal mikla reynslu af því að sinna réttindagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á öllum stigum málsins.
Samkvæmt lögum eiga umsækjendur um alþjóðlega vernd rétt á að Útlendingastofnun skipi þeim talsmann við meðferð málsins hjá stjórnvöldum, umsækjanda að kostnaðarlausu. Á það bæði við um meðferð málsins hjá Útlendingastofnun sem og kærunefnd útlendingamála fari málið í kærumeðferð.