Útlendingamál & mannréttindi
Hekla Legal hefur sérþekkingu á sviði útlendingamála og veitir bæði fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf varðandi réttarstöðu erlendra ríkisborgara þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum. Við aðstoðum innflytjendur við að sækja um vegabréfsáritanir, dvalar- og atvinnuleyfi sem og ríkisborgararétt og sjáum meðal annars um samskipti við stjórnvöld fyrir hönd umbjóðenda okkar.
Einnig hefur Hekla Legal mikla reynslu af því að sinna réttindagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á öllum stigum máls.
Stjórnsýsluréttur & skipulagsmál
Hekla Legal veitir einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum ráðgjöf um meðferð stjórnsýslumála og hefur víðtæka reynslu á þessu sviði. Þjónusta stofunnar felst í öllu því sem við kemur rekstri stjórnsýslumáls.
Verkefnin á þessu sviði verða æ fleiri og flóknari þar sem regluverk stjórnsýsluréttarins verður sífellt viðameira og vegna aukinna krafna opinberra aðila varðandi hvers konar umsóknir, beiðnir, tilkynningar og skýrslugerðir. Einnig eru einstaklingar og lögaðilar nú meðvitaðri um rétt sinn en áður.
Gjaldþrotaréttur
Hekla Legal býr yfir góðri þekkingu á gjaldþrotarétti og hafa lögmenn okkar starfað sem skiptastjórar þrotabúa einstaklinga og fyrirtækja, gætt að hagsmunum kröfuhafa auk þess að aðstoða þrotamenn og reka riftunarmál vegna gjaldþrotaskipta.
STARFSSVIÐ
Fjölskyldu- og erfðaréttur
Hekla Legal veitir aðilum aðstoð með mál er snúa að fjölskyldurétti, svo sem við skilnað eða sambúðarslit. Þegar hjón sammælast um skilnað geta þau leitað til sýslumanns en séu þau ósammála þarf það hjóna sem vill skilnað að höfða dómsmál.
Hekla Legal býr yfir mikilli reynslu á sviði erfðaréttar og getur aðstoðað við allt sem viðkemur búskiptum, hvort sem um er að ræða einkaskipti, opinber skipti eða setu í óskiptu búi.
15+
Ára reynsla