Skip to main content

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er ferli til lausnar ágreinings

Sáttamiðlun er aðferð, skipulagt og mótað ferli, sem notað er til lausnar ágreinings, þar sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í ferlinu.  Í sáttamiðlun er lausn deilunnar sett í forgang og aðilarnir sjálfir spila þar stærsta hlutverkið, ólíkt hefðbundnum dómsmálum.

​Aðilar komast, með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara, sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins, sem þeir meta viðunandi fyrir alla aðila. Sáttamiðlari aðstoðar aðila við að skilja stöðu sína, þarfir og sameiginlega hagsmuni, svo aðilar geti komist að sameiginlegri niðurstöðu og samkomulagi.

Sáttamiðlun veitir aðilum því ákveðið frelsi við lausn ágreinings og eru þeir ekki bundnir við sömu málsmeðferðarreglur og gilda fyrir dómstólum. Dómari getur, jafnvel þó málsmeðferð fyrir dómi sé hafin, ákveðið að mál fari í sáttamiðlun, telji hann það vænlegt til árangurs.