Skip to main content

Sakamálaréttur

Hagsmunagæsla brotaþola í sakamálum

Hekla Legal tekur að sér hagsmunagæslu brotaþola í sakamálum og hefur umtalsverða þekkingu og reynslu í slíkum málum, bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi.  Hekla Legal gætir hagsmuna brotaþola á meðan á sakamáli stendur og sækir meðal annars um bótagreiðslur fyrir þeirra hönd.

Þá veitir Hekla Legal brotaþolum upplýsingar um lagalega stöðu þeirra, mætir með brotaþola til lögreglu og mætir ýmist fyrir þeirra hönd eða með þeim í réttarsal komi til aðalmeðferðar.

Hagsmunagæsla sakborninga í sakamálum

Hekla Legal tekur einnig að sér að verja sakborninga sem grunaðir eru um refsivert athæfi og hefur töluverða reynslu af slíkum málum, bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hekla Legal gætir hagsmuna sakborninga við handtöku, í yfirheyrslum og fyrirtökum fyrir dómi.

Einnig sjáum við um að taka við gögnum, útskýra þau og þýðingu þeirra fyrir málsaðila. Þá gætum við hagsmuna sakbornings sé gefin út ákæra og tökum til varna komi til aðalmeðferðar. Þekking lögmanns á réttindum sakbornings er mikilvæg svo honum sé tryggð sú réttláta málsmeðferð sem öllum ber.