Skip to main content

Erfðaréttur

Aðstoðum við allt sem viðkemur búskiptum

Þegar einstaklingur deyr verður til dánarbú sem tekur við fjárhagslegum skyldum og réttindum hins látna. Arfur skiptist milli erfingja samkvæmt erfðalögum og/eða erfðaskrá með ákveðnum takmörkunum. Erfingjar þurfa innan 4 mánaða frá andláti að taka ákvörðun um hvernig búi hins látna skuli vera skipt. Skipting dánarbús getur lokið með fernum hætti.

Í fyrsta lagi geta erfingjar lýst því yfir að dánarbúið sé eignarlaust eða að eignir dugi aðeins fyrir útfararkostnaði.

Í öðru lagi getur maki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi.

Í þriðja lagi geta erfingar óskað sameiginlega eftir leyfi til einkaskipta á búinu og bera þá ábyrgð á öllum eignum og skuldum hins látna.

Í fjórða lagi er hægt að krefjast opinberra skipta ef ekki eru skilyrði til að ljúka skiptum með öðrum hætti eða þegar erfingjar krefjast þess. Héraðsdómur úrskurðar um hvort dánarbú verði tekið til opinberra skipta og skipar þá skiptastjóra yfir búinu.

Hekla Legal býr yfir mikilli reynslu á þessu sviði og getur aðstoðað við allt sem viðkemur búskiptum, hvort sem um er að ræða einkaskipti, opinber skipti eða setu í óskiptu búi. Einnig hafa lögmenn okkar aðstoðað þegar andlát ber að garði á erlendri grundu.