Hagsmunagæsla á sviði mannréttinda
Hekla Legal býr yfir umtalsverðri reynslu af hagsmunagæslu á sviði mannréttinda, hvort sem það er gagnvart öldruðum, fólki með fötlun eða hinsegin samfélaginu.
Hekla Legal aðstoðar einstaklinga við að ná fram rétti sínum hafi þeir orðið fyrir mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, þjóðernis, trúarbragða, fötlunar eða vegna félagslegrar stöðu sinnar.
Þá veitir Hekla Legal ráðgjöf um álitaefni er varða þá vernd sem ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu kveða á um og snúa meðal annars að tjáningarfrelsi, réttindi fatlaðs fólks, vernd eignarréttinda, friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar svo eitthvað sé nefnt.