Skip to main content

Persónuvernd

Réttur einstaklinga

Allir eiga rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd. Í þessu felst að einstaklingurinn á rétt til að fá upplýsingar um það hvort fyrirtæki eða stjórnvald sé að safna og vinna með persónuupplýsingar um þá, rétt til að andmæla vinnslu þeirra, rétt til að flytja gögnin til annarra ábyrgðaraðila, rétt til að láta leiðrétta óáreiðanlegar eða rangar upplýsingar og rétt til að gleymast.

Vinnsla persónuupplýsinga er oft á tíðum mikilvægur þáttur í starfsemi stofnana og fyrirtækja en slíkar upplýsingar geta falið í sér þó nokkur verðmæti. Á grundvelli persónuverndarlaga eru lagðar ýmsar skyldur á þá sem vinna með persónuupplýsingar. Þeir sem sem vinna með slíkar upplýsingar þurfa að huga vel að því að vinnsla upplýsinga samrýmist kröfum laganna og mikilvægt er að geta sýnt fram á framfylgni þeirra.

Á liðnum árum hefur persónuverndarlöggjöf tekið miklum breytingum og nýjar skyldur hafa verið lagðar á ábyrgðaraðila og vinnsluaðila persónuupplýsinga.

Við hjá Hekla Legal veitum ráðgjöf og fræðslu á sviði persónuverndar, svo sem aðstoð við gerð vinnslusamninga og  vinnsluskrár fyrir ábyrgðaraðila og vinnsluaðila, ráðgjöf við gerð mats á áhrifum á persónuvernd (MÁP) og fræðsla til starfsfólks sem vinnur með persónuupplýsingar í störfum sínum.