Þekking á gjaldþrotarétti
Við úrskurð um gjaldþrotaskipti verður til sérstakur lögaðili, þrotabú, sem tekur við öllum skuldum og eignum skuldara.
Allar kröfur á hendur þrotabúi falla sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðarins. Skipaður er skiptastjóri sem fer með forræði búsins er hlutverk skiptastjóra meðal annars að taka ákvarðanir um hvernig eignum og réttindum búsins verður ráðstafað.
Hekla Legal býr yfir góðri þekkingu á gjaldþrotarétti og hafa lögmenn okkar starfað sem skiptastjórar þrotabúa einstaklinga og fyrirtækja, gætt að hagsmunum kröfuhafa auk þess að aðstoða þrotamenn og reka riftunarmál vegna gjaldþrotaskipta.