Skip to main content

Fjölskylduréttur

Við leggjum mikla áherslu á trúnað og virðingu

Hekla Legal veitir aðilum aðstoð með mál er snúa að fjölskyldurétti, svo sem við skilnað eða sambúðarslit. Þegar hjón sammælast um skilnað geta þau leitað til sýslumanns en séu þau ósammála þarf það hjóna sem vill skilnað að höfða dómsmál. Til þess að fá leyfi til skilnaðar þarf að liggja fyrir samningur um fjárskipti þeirra á milli eða beiðni um leyfi til opinberra skipta til fjárslita vegna skilnaðar. Eigi hjón ólögráða börn þarf einnig að semja um forsjá barna, lögheimili og fasta búsettu þeirra, umgengni foreldra við barn og meðlagsgreiðslur.

Við sambúðarslit þarf einnig að huga að fjárslitum. Ef aðilar eiga saman ólögráða börn þarf að huga að forsjá þeirra, lögheimili og fasta búsetu, umgengni foreldra við barn og meðlagsgreiðslur. Börn eiga rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja.

Við skilnað eða sambúðarslit þurfa foreldrar að ákveða hvort þeirra fari með forsjá barna þeirra eða hvort þau fari með sameiginlega forsjá þeirra. Forsenda þess að foreldrar fari með sameiginlega forsjá barna er að foreldrar geti haft fullnægjandi samvinnu og samráð varðandi málefni barna þeirra.

Ef foreldrar eru ósammála um tilhögum forsjá þurfa þau að fara í sáttameðferð hjá sýslumanni. Beri sáttameðferðin ekki árangur þarf að höfða dómsmál innan 6 mánaða frá lokum sáttameðferðar til að leysa úr málinu. Líðan barna á meðan skilnaðarferli stendur skiptir máli. Í umgengnis- og forsjárdeilum er mikilvægt að samskipti foreldra séu góð og friðsamleg.

Mikilvægt er að umgengni sé í föstum skorðum en líðan barnsins getur oltið á þessum þáttum. Við Hjá Hekla Legal berum ávallt hagsmuni barnsins fyrir brjósti og leggjum áherslu á góð samskipti og sáttameðferð sé þess kostur.

Við úrlausn svo persónulegra og oft viðkvæmra mála leggjum við mikla áherslu á trúnað og virðingu við viðskiptavini okkar.