Skip to main content

Stjórnsýsluréttur

Ráðgjöf um meðferð stjórnsýslumála

Í hvert sinn sem stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna gilda ákvæði stjórnsýslulaga og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar um meðferð málsins sem eiga að tryggja borgaranum lágmarksréttindi.

Verkefnin á þessu sviði verða æ fleiri og flóknari þar sem regluverk stjórnsýsluréttarins verður sífellt viðameira og vegna aukinna krafna opinberra aðila varðandi hvers konar umsóknir, beiðnir, tilkynningar og skýrslugerðir. Einnig eru einstaklingar og lögaðilar nú meðvitaðri um rétt sinn en áður.

Hekla Legal veitir einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum ráðgjöf um meðferð stjórnsýslumála og hefur víðtæka reynslu á þessu sviði.  Þjónusta stofunnar felst í öllu því sem viðkemur meðferð stjórnsýslumáls.

Sem dæmi má nefna ráðgjöf og þjónustu í samskiptum við stjórnvöld, aðstoð við kvartanir til Umboðsmanns Alþingis og hagsmunagæslu í ágreiningsmálum jafnt á vettvangi stjórnvalda sem dómstóla.

Einnig höfum við sérhæft okkur sérstaklega í réttindamálum einstaklinga sem snúa að almannatryggingum, félagslegri aðstoð, sjúkratryggingum og þjónustu við aldraða og við fatlað fólk.