Skip to main content

Um okkur

Hekla Legal býður upp á trausta alhliða lögfræðiþjónustu og ráðgjöf byggða á þekkingu og reynslu. Hekla Legal leggur áherslu á faglega, heiðarlega og skjóta þjónustu þar sem að hagsmunir viðskiptavina eru ávallt í fyrirrúmi. Meðal viðskiptavina stofunnar eru einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir.

Vigdís Þóra Sigfúsdóttir, Lögmaður og eigandi

Vigdís útskrifaðist með B.S gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2009 og úr meistarnámi með ML gráðu við sama háskóla árið 2011. Einnig starfaði Vigdís um tíma hjá Ríkissaksóknara með námi sínu og síðan sem fulltrúi á lögmannsstofunni Lagaþing. Árið 2016 öðlaðist Vigdís réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Vigdís hefur yfirgripsmikla reynslu af útlendingamálum en árið 2015 var hún skipuð sem varamaður í kærunefnd útlendingamála til 5 ára eftir tilskipun frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.  Þá starfaði Vigdís hjá Reykjavíkurborg í um það bil áratug og hefur því viðamikla reynslu á stjórnsýslurétti sem og öðrum lögum og reglugerðum í opinberri stjórnsýslu. Síðast en ekki síst hefur Vigdís sérhæft sig í þekkingu þegar kemur að almannatryggingum og réttindum aldraðra.

Staðsetning

Bíldshöfði 16, 110 Reykjavík